Lofsöngur

Faðir himna, ljóss og lífs,jesus-enthroned-w-angels.jpg
lof sé þér í ríki Jarðar.
Ætíð syngi þér náð og dýrð
hjörtu þinnar barna hjarðar.

Í myrkum heimi ei virðist líft,
leiftrandi villuljósin loga.
Öllu sem lifir er þó hlíft,
af upprisu náðar sigurboga.

Lof sé þér faðir ljóss og lífs,
fyrir miskunn þína á Jörðu.
Nýr heimur sonar ljóssins skírs,
lifir og bíður barna hjörðu.

Gegnum Dauðann blikar ljós,
lýsir lofgjörð engla hjarðar.
Enginn lengur farast mun,
þótt falli sem sleginn til jarðar.

IEB (2015)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband