Án allra þinna engla

 

Án allra þinna englacemetery_angel_by_ashensorrow.jpg
ég stigið fæ ei skref.
Fótfestu finn enga,
botnlaust myrkur, þref.

Á brú úr elsku þinni,
mér birtist engill þinn.
Beinir öndu minni,
yfir botnlaus hyldýpin.

Á brú úr himnaljósi,
byggir andi minn.
Það er sem sálin kjósi
að stíga í himinn inn.

Milli þessa heims og annars,
er aðeins örmjótt þil.
Brú úr himnaljósi,
sem liggur lífsins til.

IEB (2015)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband