Áhrif loftslagsbreytinga á Bangladesh

Fulltrúar Bangladesh í alþjóðlegu loftslagssamstarfi hafa spurt vestrænar þjóðir hvað þær ætli að gera þegar um 150 milljónir íbúa þessa láglenda lands þurfa að yfirgefa heimili sín. Bangladesh eru óshólmar og ef loftslag hlýnar og sjávarborð hækkar mun láglendið Bangladesh alveg fara á kaf. Önnur ríki sem eru í sömu stöðu eru Vanuatu á Kyrrahafi og ýmsar láglendar eyjar. Það er ekki skrítið þótt fulltrúar Bangladesh sem er ein fátækasta þjóð heims, séu óhressir með þróun mála þar sem mengunin kemur ekki frá þeim sjálfum. Þeir menga einungis lítið brot af því sem bandaríkjamenn og íslendingar menga. Þannig bitnar sóun okkar á þeim sem minna mega sín. Er ekki kominn tími til að stofna samtök um að bjarga Bangladesh ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband