Fegurð heimsins

Fegurð heimsins var mér dulinangel-of-mercy-statue.jpg
dimm var myrkurs nótt.
Uppspretta ljóssins hulin,
þyrmdi yfir skjótt.

Þá sá ég sverð úr eldi
sindra himnum á,
engil í æðsta veldi
stíga skýjum frá.

Ég stóð sem úr steini,
starði ljósið á.
Eldur ei að meini,
en mikið var mér brá.

Þá nam ég fegurð heimsins,
upp lukust mínar brár.
Til endimarka geimsins,
dauðinn var sem nár.

Úr ösku steig ég brunninn
í nýjan alheims geim.
Sigur kærleikans unninn,
læknað mannkyns mein.

Regnskógar grænir og fagrir
gréru um alla Jörð.
Fuglar himins sungu,
signdu kornsins svörð.

Fossar féllu af hæðum,
sungu flúðir við grjót.
Nóg var af vatnsins æðum,
fram runnu fögur fljót.

Ég aldrei hafði skynjað,
fegurð þessa heims,
hafði sálu brynjað,
taldi allt ekki til neins.

En engill mig hafði snortið
opnað augu mín.
Nú er það eilíf fegurð
sem úr hjarta mínu skín.

IEB (2015)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband