Eitt laufblað að hausti

Sú hugsun hefur hvarflað að mér að ekki eitt einasta laufblað falli til jarðar á haustin, án þess að falla í lófa Guðs.

Bræður og systur, ef hvert laufblað sem deyr fellur í hendi Guðs náðarinnar, hversu meira virði eru menn ekki laufblaðinu? Hvers vegna eruð þið hrædd? Myrkrið verður aldrei svo dimmt, að ekki sé skammt til ljóssins. Í ofsa vetrarins fæst fyrirheit um lognmollu sumarsins. Fyrirheit um ljósbláa daga þar sem hægt er að liggja í grænu grasi og telja skýin á himnahvelfingunni. Myrkur heimsins er raunverulegt, en hlátur bernskunnar er líka b66879654873408c9da88112dc3718b7.jpgjafn sannur raunveruleiki. Enginn sem elskar er ósnortinn af fegurð heimsins. Hver sem hugsar um eitt barn, hver sem sinnir sínum minnsta bróður, foreldri sem elur barn sitt upp í kærleika, barn sem elskar foreldra sína. Það eru ekki peningar og völd sem stjórna heiminum, heldur ást. Allt væri löngu orðið forgengileikanum að bráð ef ekki væri fyrir mátt kærleika Krists, sem er ljós heimsins sem gefur okkur sérhvern andardrátt og grípur hvert einasta laufblað sem fellur gulnað og dautt til jarðar á haustin.

IEB (2015)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband