Mene, mene tekel ufarsin!

Það hefur löngum verið þekkt að valdið er eins og hringurinn í Hringadróttinssögu. Það spillir þeim sem ber það. Flestir sem höndla hið veraldlega vald ráða ekki við það, verða valdagráðugir og nískir. Í valdinu leynist kjarni hins illa og flestir illir menn eru þeirri náttúru gæddir að þeir elska vald.
Í Gamla testamentinu kemur fram mikil valdagræðgi hjá konungum af ýmsum toga. Bæði margir faraóar Egyptalands og konungar Babýlóníu eru sokknir í valdagræðgi og velllystingar þegar hér kemur við sögu. Þá gerist það að hönd Drottins skrifar á vegginn: Mene, mene tekel ufarsin eða Konungur, dagar þínir eru taldir. Konungurinn verður felmtri sleginn og missir öll völd sín skömmu síðar.
Viðbrögð íslenskra ráðamanna við úrslitum kosninganna í Hafnafirði benda sterklega til þess að einhverjir þeirra séu undir áhrifum Saurons og hafi orðið valdagræðginni að bráð. Þeir eru heiftúðugir og reiðir þegar þeir uppgötva það að fólkið í landinu er þeim ekki sammála. Tala jafnvel um að breyta lögum til þess að fólk geti ekki lengur kosið á móti stóriðjustefnunni. Hvílíkur vísdómur. Hvílík stjórnviska.
Við þessa ríkisstjórn sem mun verða kölluð stóriðjustjórnin með fyrirlitningu í mannkynssögunni segi ég: "Mene, mene tekel ufarsin" Konungur, dagar þínir eru taldir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vonandi gengur spádómur þinn eftir. Ekki er nóg með að menn tali um að breyta lögum heldur er talað um að álverið hafi rétt og leyfi til stækkunnar þegar og þessar kosningar því í raun marklausar.

Steingerður Steinarsdóttir, 3.4.2007 kl. 09:18

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Til allrar lukku virðast bæjaryfirvöld í Hafnarfirði kunna sveitarstjórnarlögin betur en meðlimir ríkisstjórnarinnar.  Merkilegt hvernig stjórnarliðar bregðast alltaf við því ef eitthvað er þeim á móti skapi með því að stinga upp á lagabreytingum eða hreinlega leggja niður stofnanir sem segja óþægilega hluti. Vonandi hefur fólk vit á að kjósa þennan ófögnuð ekki yfir sig aftur !

Svava S. Steinars, 3.4.2007 kl. 18:20

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

góð athugasemd

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.4.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband