Vísindalegt gildi náttúrunnar

Náttúruvísindi eru eins og tónlist og listir meðal mestu afreksverka mannsandans. Ýmis náttúrufyrirbæri geta verið hversdagsleg í útliti en haft mikið vísindalegt gildi. T.d. eru ægifagrar pikrítdyngjur með grænum ólivínkristöllum á Reykjanesi sem eru mjög merkilegar jarðfræðilega séð en ber lítið á. Það gleymist líka að þekking þarf ekki alltaf að vera hagnýt í sjálfu sér. Það er leyfilegt að afla þekkingar þekkingarinnar vegna. Þannig er þekking á náttúrunni óendanlega mikils virði þótt að þekkingin hafi ekki hagnýtt gildi og sé ekki undirbúningsvinna fyrir einhverjar framkvæmdir. Hrein náttúruvísindi hafa innra gildi óháð hagnýtingu þeirra. T.d. er steingervingurinn Archaeopterix sem oft er talinn fyrsti fuglinn ómetanlegur að vísindalegu verðmæti þótt hann hafi ekkert efnahagslegt gildi eða hagrænt gildi. Húsöndin er t.d. einstök fyrir Ísland og örninn okkar er mjög verðmætur vísindalega séð. Fjölbreytileiki íslensku vatnableikjunnar og íslensku hornsílanna er einnig ómetanlegur og hefur ótrúlega mikið vísindalegt gildi. Vísindin segja okkur söguna um sögu jarðarinnar og sögu mannsins. Sú saga er óendanlega mikils virði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband