31.3.2007 | 08:40
Fagurfræðilegt gildi náttúrunnar
Náttúran hefur eitt gildi sem ekki verður frá henni tekið. Það er hið fagurfræðilega gildi eða m.ö.o. náttúran er falleg. Þessi fegurð heimsins er óumdeilanleg og á stóran hlut í skemmtigildi náttúrunnar. Maðurinn nýtur náttúrunnar vegna þess hversu falleg hún er. Jafnast Dimmuborgir ekki á við Kölnardómkirkjunna eða Notre Dame ? Á Dettifoss ekki heima á heimsminjaskrá UNESCO ? Náttúran er stórfengleg og hefur þetta fagurfræðilega gildi sem er hennar innra gildi sem hún á sjálf. Ísland hefur fram til þessa verið meðal fallegustu landa heims, en ef stóriðjan heldur áfram óbreytt mun landið ekki halda fegurð sinni. Þannig rekst hagræna gildið um nýtingu á hið fagurfræðilega gildi landsins. Stóriðjustefnan felur í sér misþyrmingu landsins og eyðileggingu lífsins.
Athugasemdir
Sammála. Falleg náttúra eða óviðjafnanleg augnblik eins og sólsetur, stórkostlegt tunglskin eða Norðurljósadans. Þessi fyrirbæri fylla mann guðlegum krafti eða móð. Ég gleymi aldrei þegar ég sá glitskýið yfir Árbæ og benti samstarfskonum mínum á það. Þetta einstaka náttúrufyrirbæri heillaði mig en sumar þeirra skynjuðu alls ekki að eitthvað sérstakt væri á ferðinni.
Steingerður Steinarsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:22
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2007 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.