30.3.2007 | 22:02
Að hafa frelsi frá farsímanum.
Einn ágætur vinur minn benti mér á það um daginn að mílljónamæringar ganga ekki um með farsíma. Þeir hafa aðra til þess að svara í síma fyrir sig. Milljónamæringarnir spranga í friði um Bali eða Fiji eyjar og njóta lífsins meðan þrælarnir sitja sveittir við símtólin og tölvurnar. Þetta segir manni hvað frelsið getur verið tvíbent. Fyrst finnst manni farsíminn skapa frelsi en síðan fær maður engan frið. A.m.k. er ég farin að ganga um með farsíma sem þýðir að ég er ekki milljónamæringur á Balí eða Fiji eyjum (Just in case you were wondering!). Ég er bara venjulegur Íslendingur sem situr við tölvu með farsíma. En einhvern daginn ætla ég að fá frelsi frá farsímanum og fara til Hawaii að skoða eldfjöllin Mauna Loa og Mauna Kea. Þangað til verð ég við símann...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.