Hin nýja peningalykt.

Frá því að virkjunin á Hellisheiði tók til starfa hefur styrkur brennisteinsvetnis (H2S) farið yfir viðmiðunarmörk Kaliforníubúa fyrir lyktarmengun. Fólk ekur í fýlu yfir Hellisheiðina og gott er ef fýlan berst ekki niður í nyrstu byggðir Reykjavíkurborgar.
Ef til kemur meiri uppbygging stóriðju á Suðvesturhorninu mun verða virkjað meira á Hengilsvæðinu og fýlan á Hellisheiðinni mun breiðast enn meira út.
Það skyldi þó ekki vera að hin nýja peningalykt af virkjununum muni á endanum ná niður í Alþingi við Austurvöll og gera mönnum þar lífið leitt. Þá myndu margir fara í fýlu. Sjá nánari upplýsingar og línurit á heimasíðu Landverndar www.landvernd.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúi ekki að hún nái að slá út peningalyktina frá Krossanesi sem oft gaus upp á Akureyri þegar ég var að alast upp. Það gat verið ansi hressileg fýla á köflum

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

11 þúsund tonn af H23 á ári eiga að koma frá Hellisheiðarvirkjun eins og hún er nú. Má ekki búast við yfir 30 þúsund tonnum frá því svæði ef þar verður fullvirkjað fyrir stóriðju ?

Pétur Þorleifsson , 1.4.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband