Umhverfissiðfræði og álversframkvæmdir

Umhverfissiðfræðin fjallar um viðhorf mannsins til náttúrunnar og hin mismunandi gildi náttúrunnar.  Það er ljóst að náttúran hefur mörg mismunandi gildi sem geta stangast á.  Hið ríkjandi gildismat á náttúrunni er hið hagræna gildi þar sem litið er á náttúruna sem hráefnisbanka sem verðmæti eru sköpuð úr.  Þetta er það gildi sem er álitið eðlilegt og "normal" í samfélaginu.  En hagræna gildismatið stangast á við margskonar önnur siðferðisleg gildi sem snerta náttúruna.  T.d. er út frá hreinu hagrænu sjónarmiði æskilegt að byggja álver.  Það skapar verðmæti og peninga.  Hins vegar hefur náttúran einnig skemmtigildi.  Það er gaman að fara í gönguferðir um t.d. Reykjanesskagann.  Hins vegar rýrnar sú ánægja ef mikið er af rafmagnslínum og verksmiðjum allt í kring.  Á sama hátt er flest iðnaðarstarfsemi þess eðlis að hún eyðir lífi en skapar það alls ekki.  Út frá sjónarmiðum um virðingu gagnvart lífinu getur verið ástæða til að hafna hreinum hagrænum gróðasjónarmiðum.  Iðnaður mengar og veldur ýmiss konar tjóni á lífríkinu beint eða óbeint í gegnum loftslagsbreytingar.  Að lokum hefur náttúran fagurfræðilegt gildi á sama hátt og Notre Dame dómkirkjan í París eða málverkið af Mónu Lísu.  Ef eyðileggja ætti Notre Dame myndu Parísarbúar mótmæla.  Á sama hátt mótmælum við Íslendingar þegar eyðileggja á okkar náttúrugersemar.  Það er einfaldlega ekki peninganna virði. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband