Skemmtigildi náttúrunnar

Það er löngu þekkt að manneskjan nýtur náttúrunnar þrátt fyrir það að hún hafi ekki beinan hag af henni. Margir njóta þess að sjá skýin á himninum breytast eða horfa á brimið á ströndinni. Fólk nýtur þess að vera úti í náttúrunni, fara í gönguferðir og upplifa eitthvað sem er stærra en það sjálft. Maðurinn er líka í grundvallaratriðum venjuleg lífvera og má jafnvel leiða að því líkur að mannkynið hafi djúpa innri þörf fyrir hið náttúrulega umhverfi. Þeir sem búa nánast alla ævi sína í manngerðum borgum sækja út í náttúruna til þess að komast í tengsl við sjálfan sig og annað lífríki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband