29.3.2007 | 07:13
Mannvinurinn Albert Schweitzer
Albert Schweitzer, fæddist 14.janúar 1875 í Alsace-Lorraine. Hann er þekktastur fyrir að hafa sett á stofn Lambaréné spítalann í Gabon, vesturhluta Mið-Afríku. Schweitzer lærði bæð guðfræði og læknisfræði. Hann var frjálslyndur guðfræðingur og lagði áherslu á líf Jesúm Krists sem fyrirmynd fyrir líf mannsins (christology). Heimspeki Alberts Schweitzers var byggð á virðingu fyrir öllu sem lifir ("Ehrfurcht vor dem Leben") . Hann vildi ekki einu sinni drepa óþægileg skordýr og í þessum efnum fylgdi hann tíbetskum munkum og Lev Nikolaevich Tolstoj að málum. Schweitzer hélt því fram að siðfræði fæli í sér að bera ómælda virðingu fyrir öllu lífi og leitast við að fá allt líf til að vaxa og dafna. Albert Schweitzer naut mikillar virðingar af því að hann lifði samkvæmt skoðunum sínum. Hjá Albert Schweitzer áttu bæði dýr og menn sitt skjól.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Ingibjörg
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.3.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.