Elie Wiesel og helförin

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_music_my_pictures_elie_wiesel.jpg

Nóbelsverðlaunahafinn Elie Wiesel lifði af útrýmingabúðir nasista í Buchenwald.  Hann var einusinni spurður um tilvist hins illa í veröldinni.  Svar hans var eftirfarandi:  "Hið illa er til.  Tilvist þess væri hins vegar ekki vandamál nema vegna þess að hið illa er virkt afl í veröldinni.  Þessvegna þarf stöðugt að berjast gegn því."

Kannski er ekkert sem skiptir máli í lífinu nema þessi stöðuga barátta gegn hinu illa.  Baráttan gegn óskapnaðinum og eyðileggingunni, formleysunni og óreiðunni sem er birtingarform illskunnar.  Kaos er í þessum skilningi andstæðan við logos sem er skipulagningin, fegurðin og vilji hins góða.  Það tók 4600 milljónir ára að búa jörðina til en það tekur ekki langan tíma að eyðileggja hana.  Það er auðvelt að rífa upp blóm,  en erfitt að endurskapa það.  Eyðileggingin er auðveldari en sköpunin a.m.k. frá sjónarhóli mannsins.  Frá sjónarhóli Guðs er veröldin hins vegar í stöðugri endurnýjun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Fyrir nokkrum vikum eyddust út allir mínir bloggvinir fyrir klaufaskap. Sjálfur er ég þeirrar gerðar að biðja aldrei um bloggvináttu - maður haldinn rótgróinni höfnunarkennd. Leyfi mér að nefna þetta ...

Hlynur Þór Magnússon, 27.3.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Verulega flottur pistill hjá þér um þennan merkismann og nokkuð óvenjulegt sjónarhorn sem hann hefur fram að færa. Takk fyrir innblásturinn. Ég er svona dramatískur. Kíktu á krist.blog.is þar eru pælingar í svipuðum dúr.

Guðmundur Pálsson, 28.3.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband