26.3.2007 | 19:42
Guðfræði Jürgen Moltmanns
Jürgen Moltmann er þýskur lúterskur guðfræðingur sem hefur skrifað sköpunar- og umhverfisguðfræðilega texta. Samkvæmt kenningu Moltmanns er sköpunarverkið tjáning Guðs, þ.e. Guð tjáir sig í alheiminum. Þannig er andi Guðs og efnið ekki aðskilið heldur er heilagur andi Guðs að verki í sköpuninni, í náttúrunni og í alheiminum sjálfum.
Samkvæmt Moltmann er það að ráðast gegn sköpunarverkinu, að ráðast gegn náttúrunni með offorsi ekkert annað en að ráðast gegn Guði sjálfum, hans heilaga sköpunarverki, sjálfum kjarna Guðdómsins. Oft er talað um það að náttúran sé neikvæð, hún lýsi sér í stormum, sjúkdómum og eldgosum. En samkvæmt guðfræði Moltmanns er sköpun Guðs góð. Guð skapaði hinn góða heim og heimurinn er fagur vegna þess að Guð gat ekki skapað neitt annað en það sem var fagurt. Segja má að fegurðin sé fingrafar Guðs á veröldinni.
Í framhaldinu kemur það fram að frelsunin, frelsun Guðs nær til allrar veraldarinnar, einnig til náttúrunnar. Upprisan er því ekki einungis upprisa mannsins heldur frelsast allur alheimurinn úr fjötrum fyrir Jesúm Krist. Þessar kenningar guðfræðingsins Moltmanns eru umdeildar og þykja af sumum í rótækara lagi. En það skyldi þó ekki vera að öll veröldin þyrfti á Guði að halda ?
Athugasemdir
Hann gerir þá ekki ráð fyrir tilvist Djölfulsins...
Allt það versta sem gæti gerst....gerist í nafni Djöfulsins.....sem er til annars væri það ekki fullkomið..."sköpunarverkið".
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.3.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.