Rómanskir bogar eftir Tomas Tranströmer (1989). Þýð. IEB.

 tomas_transtroemer

Ferðamennirnir þrengdu sér inn í volduga rómanska dómkirkjuna í hálfrökkrinu.

Hvelfingar opnuðust inn af hvelfingum og enginn sá hvar þær enduðu.

Logandi ljósið flökti.

Engill án andlits tók utan um mig

Og hvíslaði gegnum allan líkama minn:

“Skammastu þín ekki fyrir að vera manneskja

Vertu stoltur!”

Innan í þér opnast hvelfingar inn af hvelfingum út í hið óendanlega.

Þú verður aldrei fullmótaður og þannig skal það vera!”

Ég var blindaður af tárum

Og gekk út á sólbrennandi tröppurnar

Með  herra og frú Jones, Herra Tanaka og Signoru Sabbatini

Og innan í þeim öllum opnuðust hvelfingar inn af hvelfingum.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband