25.3.2007 | 13:46
Að vernda dalinn sinn!
Talsmenn erlendra auðhringa ásaka Íslendinga fyrir að vilja vernda dalinn sinn í stað þess að fórna náttúrugersemum sínum fyrir veröldina og Mammon. Talsmenn iðnaðarins tala um það með fyrirlitningu að fólk vilji vernda dalinn sinn. EN HVAÐ ER FYRIRLITLEGT VIÐ ÞAÐ AÐ VILJA VERNDA SITT NÁNASTA UMHVERFI? Hvað á fólk að gera þegar sumarbústaðalandið breytist í uppistöðulón í neðri hluta Þjórsár eða þegar álverið í Straumsvík er að leggja undir sig leikvöll barnabarnanna. ER EKKI FAGURT AÐ VERNDA DALINN SINN ? Gunnar á Hlíðarenda snéri aftur vegna þess að hlíðin var fögur. Átti Gunnar þá að fara burt af Ísalandi og segja: Þetta endar hvort eð er allt í einhverjum ólukkans álverum og virkjunum... þannig að ég er bara farinn! Hvað hefði Jónas Hallgrímsson sagt við því sem er í gangi núna ? Nú andar suðrið sæla flúorvindum! Hafnfirðingar ! Það er EKKI TÍMABÆRT að stækka álverið í Straumsvík! Og hvað ef þeir vilja stækka aftur um helming eftir 20 ár ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.