22.3.2007 | 01:09
Áhrif stórra rafmagnslína á heilsu fólks.
Áralangar rannsóknir hafa verið gerðar til þess að meta áhrif rafmagnslína á heilsu fólks án mikils árangurs. Það er aðeins ein rannsókn í veröldinni sem bendir til þess að hvítblæði hjá börnum geti verið eitthvað algengara ef þau búi beint undir risastórum rafmagnslínum. Ekki var hægt að útiloka að börnin í úrtakinu væru vannærðari en önnur börn vegna þess að erlendis eru það fátækustu íbúarnir sem búa nálægt járnbrautateinum og stórum rafmagnslínum. Þannig var rannsóknin vart marktæk og ekki hefur tekist að endurtaka hana.
Það er í sjálfu sér gott að aldrei hafi tekist að sanna það að stórar rafmagnslínur hafi heilsuskemmandi áhrif á fólk sem býr beint undir þeim. Hins vegar er heilsuspillandi að snerta stórar rafmagnslínur (11.000 volt) og zínkhúðun getur lekið af möstrum niður í jarðveginn og valdið staðbundinni zinkmengun. Slík mengun getur þó líka komið af umferðarskiltum og ljósastaurum í borgum (allt sem er galvaniserað lætur frá sér zínk).
Það er þó athyglisvert að á meðan fátækasta fólk jarðar býr við járnbrautarteina og undir rafmagnslínum þá keppast Íslendingar við að búa sem næst rafmagnslínunum. Það er engu líkara en að meðal-íslendingurinn sogist að rafmagninu. Hvenær kemur að því að það myndast gettó eða slum á Íslandi í kringum verksmiðjur og önnur sambærileg mannvirki. Verða álgarðarnir í Hafnarfirði ekki slum framtíðarinnar ?
Það er í sjálfu sér gott að aldrei hafi tekist að sanna það að stórar rafmagnslínur hafi heilsuskemmandi áhrif á fólk sem býr beint undir þeim. Hins vegar er heilsuspillandi að snerta stórar rafmagnslínur (11.000 volt) og zínkhúðun getur lekið af möstrum niður í jarðveginn og valdið staðbundinni zinkmengun. Slík mengun getur þó líka komið af umferðarskiltum og ljósastaurum í borgum (allt sem er galvaniserað lætur frá sér zínk).
Það er þó athyglisvert að á meðan fátækasta fólk jarðar býr við járnbrautarteina og undir rafmagnslínum þá keppast Íslendingar við að búa sem næst rafmagnslínunum. Það er engu líkara en að meðal-íslendingurinn sogist að rafmagninu. Hvenær kemur að því að það myndast gettó eða slum á Íslandi í kringum verksmiðjur og önnur sambærileg mannvirki. Verða álgarðarnir í Hafnarfirði ekki slum framtíðarinnar ?
Athugasemdir
Það er öllu verra að það er aldrei hægt að fá sínk sem er með öllu laust við kadmíum.
Sigurður Ásbjörnsson, 22.3.2007 kl. 13:49
Rafmagnað með Íslendingana
Það að ekki er hægt að sanna það að raflínur hafi ekki áhrif leyfir ekki gagnályktun þ.e. að það sé hættulaust. Til þess eru myndun krabbameins og flókin og orsakirnar margar.
Jón Sigurgeirsson , 22.3.2007 kl. 21:43
Það er náttúrulega hægt að fá straum!
Sigurður Ásbjörnsson, 23.3.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.