21.3.2007 | 07:24
Blekkingarleikur sjónvarpsins.
Sjónvarpið er mikill blekkingameistari. Ef við tökum fréttirnar sem dæmi, þá eru þær valdar og matreiddar ofan í okkur eins og núðlur. Það er fréttnæmt ef flugvél ferst, en hinsvegar ekki ef flugvél flýgur heil í áfangastað. Það er fréttnæmt ef bardagi brýst út í Austurstræti en hins vegar er ekki fréttnæmt að Óli og Dísa eru ástfangin. Þetta veldur því að yfirleitt hefur fréttatíminn á sjónvarpsstöðvunum neikvæða slagsíðu. Veröldin í sjónvarpinu er í raun miklu verri en raunveruleikinn. Það gleymist yfirleitt að segja frá öllu því góða sem gerist í heiminum yfirleitt.
Önnur blekking felst í bíómyndunum. Bíómyndir eru gerðar til þess að skemmta fólki og eru því meira krassandi en tilefni eru oft til. Það er einnig einkennandi fyrir sjónvarpið að það er spólað yfir alla hluti sem taka tíma og eru erfiðir. Þannig leikur Robin Williams kannski lækni en það er ekki sýndur allur sá tími og allt það erfiði sem fór í læknisnámið. Í sjónvarpinu gerist þannig allt sjálfkrafa. Fólk er vel til haft, það þarf ekki að fara í klippingu, gólfin hreinsa sig sjálf og íbúðirnar eru hreinar og fínar á hverju sem tautar og raular. Það er sennilega æskilegt að setjast niður með þeim unglingum sem glápa hvað mest á sjónvarpið og ræða við þau blekkingarleikinn þannig að þau falli ekki í þá gryfju að halda að sjónvarpið endurspegli raunveruleikann.
Önnur blekking felst í bíómyndunum. Bíómyndir eru gerðar til þess að skemmta fólki og eru því meira krassandi en tilefni eru oft til. Það er einnig einkennandi fyrir sjónvarpið að það er spólað yfir alla hluti sem taka tíma og eru erfiðir. Þannig leikur Robin Williams kannski lækni en það er ekki sýndur allur sá tími og allt það erfiði sem fór í læknisnámið. Í sjónvarpinu gerist þannig allt sjálfkrafa. Fólk er vel til haft, það þarf ekki að fara í klippingu, gólfin hreinsa sig sjálf og íbúðirnar eru hreinar og fínar á hverju sem tautar og raular. Það er sennilega æskilegt að setjast niður með þeim unglingum sem glápa hvað mest á sjónvarpið og ræða við þau blekkingarleikinn þannig að þau falli ekki í þá gryfju að halda að sjónvarpið endurspegli raunveruleikann.
Athugasemdir
Satt! Sjónvarpið er alltof oft misnotað. Það sem er samt verst er þegar fjölmiðlar hagræða sannleikanum.
Jóhann Páll Jóhannsson, 21.3.2007 kl. 17:17
mikið til í þessu, frábær pæling
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.3.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.