9.10.2014 | 07:28
Jólanótt
Er dvelur nóttin um draumfagran heim,
drengurinn minn, hann sefur,
er ljósið sig hringar um himingeim,
engill Guðs oss í faðm tekur.
Er stjarna Jóla ljómar seint um nótt,
sjálfur Kristur stígur skref til jarðar.
Ferðast um heim svo hægt og hljótt,
vitjar sinnar sáru barna hjarðar.
Hann huggar, sefar barnsins grát,
fyrirheit fagurra drauma gefur
um Drottins elsku, kærleik, náð
til sérhvers barns síns er sefur.
Vakið þið englar enn um stund,
því enn er ófriður í heimi.
Læknið þið sár og sviðna und,
með kærleik þeim er býr í leyni.
Í krossins krafti býr eilíft svar
einmana sálar er víða ratar.
Upprisunnar sér hún stað
í krafti þeim er allt nýtt skapar.
Lofuð sé dýrð þín, Drottinn skær,
í draumfögrum alheimsgeimi.
Lofuð sé náð þín, miskunn tær,
er bjargar föllnum heimi.
IEB (2014)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.