Að elska

 

Að elska er að missa allt
sem ástina dreymir um.
Að snerta kalið hjarnið kalt
og syrgja kærleiks stund.

Að ganga myrkri dauðans mót
mannsins köllun er,
að klöngrast yfir lífsins grjót,
hafsins ála, djúp og sker.

En handan nætur, í duldum draumi
skín eilífðarinnar ljós,
skráð björtum eldi í tímans straumi
sem rennur að kærleiks ós.

Því enginn yfirgefinn er,
einn í alheims geimi,
yfir sérhverjum vakir englaher,
kærleikurinn sá sanni og eini.

IEB (2014)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband