Hvað losa eldfjöll heimsins mikið af CO2?

hawaiiSamkvæmt útreikningum jarðvísindamanna og upplýsingum frá CDIAC.gov eða carbon dioxide Information Analysis Center losa öll eldfjöll heimins ofan sem neðansjávar um 200 milljónir tonna af CO2 á ári hverju.  Á sama tíma losar mannkynið með brennslu jarðefnaeldsneytis um 26,8 milljarða tonna (26,8 billion tons) af CO2 á ári hverju.  Þannig er losunin frá eldfjöllunum um 1% af heildarlosun mannkynsins.

En þetta var ekki alltaf svona.  Fyrir iðnbyltingu og áður en olíunotkun varð jafn útbreidd og í dag losuðu samfélög manna mun minna af gróðurhúsalofttegundum.  Við þurfum að fara aftur til miðalda til þess að finna tímabil þegar mannkynið losaði minna af gróðurhúsalofttegundum en eldfjöllin.  Það ber einnig að hafa í huga að eldfjöll losa CO2 yfirleitt ekki að ráði nema við gos. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Er CDIAC jafn áreiðanlegt og aðrar umhverfis grúppur? Tekur engin mark á

sögulegum staðreyndum um loftslags breytingum fyrr á öldum og þú nefnir

miðaldir þegar hér ríkti svonend litla ísöld, hvað með tíman fyrir 1400 til

ca 800 sem vitað er samkvæmt skráðum heimildum og rannsóknum á bor-

kjörnum (ís) var hlýrra á jörðinni en er nú í öllum CO2 útblæstrinum. Einig

er mjö ólíklegt að CO2 geti valdið hlýnun ef tekið er tillit til eðlisfræðilegra

eiginleika efnasambandsis. Og alls ekki þegar þéttleikinn er 0.03- 0.04 %.

Einig er ekki rétt að jörðin losi CO2 aðein við gos, Hér áður fyrr unnu þjóðerja

allt það CO2 sem notað var þar í tækninni, úr náttúrlegum uppspretum CO2.

Nú leskja þeir innflutt kalk það fæst hreinna CO2 með því.

Allt þetta tal um gróðurhúsa loftslag er ein versta pólitíska umræða sem komið

hefur fram til þessa og er notuð óspart af mönnum sem reyna að slá sig til

riddara á vetvangi valdabaráttunar, þetta er ekki ólíkt og trúarbrögð, Enda eru

stórar fjárhæðir og völd í boði, næsta skref gæti orðið umhverfis rannsóknar-

rétturinn. Þá er ekki úr vegi að minnast hinna fleygu orða.

EN HÚN SNÝST NÚ SAMT.

Leifur Þorsteinsson, 14.3.2007 kl. 10:26

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

CDIAC er ekki umhverfissamtök.  CDIAC er á vegum Bandarísku ríkisstjórnarinnar (federal government) og hefur netendinguna .gov  Ef þú vilt ráðast á þeirra tölur þá er það fyrst og fremst þitt eigið vandamál.    Ég stend við það sem ég skrifa enda hef ég vísindasamfélag heimsins á bakvið mig. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 14.3.2007 kl. 10:43

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Það er nú svo, að hvort sem að adressan endar á gov.org. eða einhverju öðru

er ekki altaf mark takandi á innihaldinu því þetta snýst jú um fjárframlög.

Frægt er tilfellið þegar Vísidamenn (?) á vegum NASA komu úr flugi yfir norður

pólinn og tilkynntu að ekkert osonlag væri að fynna þar og kröfðust 5 milljóna

dollara til að geta rannsakað betur. Ekki fékst fjárframlag því osonlagið er ekki

eins gott til að stjórna athafnasemi mannkynsins og CO2. Sérlega athyglisverð

er frankoma yfrirmans IPCC í garð Henrik Svensmark frá Danmarks Rumcenter

við Niels Brors Institut Hafnar Háskól. Þar sem IPCC forstjórinn helti sér yfir

Svensmark fyrir að eyðileggja teoriuna um gróðurhúsa áhrifin. En titt nefndur

Svensmark hefur árum saman gert ransóknir á áhrifum sólar og aðstæna í

geymnum á hitaskeyð og ísaldir á jörðinni. Þetta umtalaða atvik átti sér stað

eftir fyrilestur sem Svensmark hjélt í Bristol Englandi. Henrik Svensmark sagði

frá þessu í viðtali sem byrtist 21-11-06 á DR1 undir fyrirsögninni Klimaet styres

fra Rumet. Þetta sýnir að ekki fer mikið fyrir vísindalegri hegðun hjá hinum rétt

trúuðu. EN HÚN SNÝST NÚ SAMT:

Einig er athyglisvert að skoða "uppgötvun" sem vísindamenn Við NATIONAL

Oceanography Center í Southamton gerðu 2004. Ef slík uppakoma hefði átt

sér stað hefð einginn jarðarbúi ekki orðið var og það hressilega en engin

vissi neitt fyrr en vísindamennirnir skýrðu frá árið 2006.

Þeir hafa sjálfsagt fengið vitneskjuna um atburðinn frá ET öflum í Bermuda

Þríhyrnignum. enda opinber Vísindastonun.

Leifur Þorsteinsson, 14.3.2007 kl. 13:33

4 identicon

Enginn ætti að gleypa við tölum og upplýsingum án þess að beita gagnrýnni hugsun. Það er eðlilegt að taka upplýsingum um loftslagsbreytingar með fyrirvara eins og annað í þessari veröld og skoða hvað liggur að baki. En ef viðkomandi ætlast til að hugsandi fólk taki hann alvarlega þá skaðar ekki að setja mál sitt fram á rökstuddan hátt en ekki bara henda sögusögnum um hitt og þetta út og suður án þess að vísa í neinar heimildir! Ég spái því að í framtíðinni verði það vísindamennirnir sem fyrst vöktu athygli á þætti mannsins í gróðurhúsabreytingum sem verði líkt við Galíleó - ekki hinir!

Þakka þér annars Ingibjörg við áhugaverðan og fjölbreyttan fróðleik um hin ýmsu málefni. Veit að þú velur ekki tölur nema vera búin að kanna að þær komi frá viðurkenndum aðilum sem kunna að reikna

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 16:55

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ingibjörg býr yfir mikilli gagnrýnni hugsun og hugrekki!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.3.2007 kl. 20:52

6 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Auður hefur ekki skilið innihaldið í orðunum HÚN SNÝST NÚ SAMT.

Til glögvunar og upplýsingar. Þá þótti þeirra tíma valdhöfum sótt

að valdi sínu með því að einhver vogaði sér að halda því fam að

maðurinn og jörðin væru ekki miðja alheimsins sem allt snérist um

og það var árás á klerkastéttina að hald öðru fram. Í dag eru það

hinir ýmsu stjórnmálamenn og þeirra fylgjendur neð UN og IPCC

í broddi fylkingar sem halda því fram að maðurinn sé svo mektugur

að hanns gerðir stjórni því sem sólinn hefur stjórnað í milljónir ára.

Þessvegna er enn í gildi innihaldið í orðunum. HÚN SNÝST NÚ SAMT.

Leifur Þorsteinsson, 15.3.2007 kl. 10:02

7 identicon

Þekki söguna um Galileó ágætlega og hef minn skilning á henni. Reyndar finnst mér skilningur Leifs áhugaverður. Ég hef hinsvegar frekar hugsað það út frá þeirri hlið að Galileó kom fram með nýja þekkingu sem  ógnaði því valdakerfi sem fyrir var og því fór menn í afneitun. Að sama skapi má hugsa sér að þeir sem í upphafi koma fram með þá þekkingu að tengsl kunni að vera á milli athafna manna og breytinga á loftslagi séu um leið að ógna því valdakerfi sem ríkir í efnahagskerfi heimsins, þar sem olía, kol og jarðgas spila lykilhlutverk. Og þá er spurning hver er í afneitun? Allavega, þetta með skilningin á orðum og hugtökum fer mikið eftir sjónarhorni túlkandans og ekki alltaf eitthvað rétt og rangt í þeim efnum.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband