
Fjölhringa arómatísk kolvetni (PAH) eru efnasambönd sem byggja á samtengdum bensenhringjum. Þau myndast við ófullkominn bruna t.d. við notkun rafskauta í álverum eða þegar við ökum bensínknúnum farartækjum um borgina. PAH efni eru meðal algengustu mengunarefna heims. Sum þeirra eru þekktir krabbameinsvaldar, og önnur eru grunuð um að valda krabbameini eða öðrum sjúkdómum. Ófullkomin brennsla á við, kolum, díseloliu, fitu og tóbaki skapar PAH efni. Þannig eru þau til staðar í tóbaksreyk. Tjara inniheldur einnig PAH efni. Magn PAH efna í andrúmslofti stórborga tengist umferðarmengun beint þar sem PAH efnin koma beint frá bílunum. Mismunandi ófullkominn bruni myndar mismunandi PAH tegundir. Þannig myndast önnur PAH efni við skógarelda en þegar bílvél brennir eldsneyti. PAH efni er hægt að hreinsa úr útblæstri iðnaðar með vothreinsibúnaði og einnig geta fíngerðar síur á útblástur díselbíla dregið verulega úr magni PAH efna.
Athugasemdir
Umhverfisráðuneytið gaf það út árið 2005 að losun PAH hafi verið 90 kíló árið 1990 en 200 kg árið 2003, mestmegnis frá stóriðju. Umhverfisráðherra staðfesti árið 2005 úrskurð Skipulagsstofnunar um rafskautaverksmiðju á Katanesi, þar sem reiknað er með losun PAH uppá 680 kg. Ætli hafi verið hætt við að reisa þá verksmiðju ?
Pétur Þorleifsson , 14.3.2007 kl. 04:05
Hvað þýðir þetta fyrir álverksmiðjurnar?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.3.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.