Innblástur


Fór í Sunnlenska bókakaffið.

Þar sat skáldagyðjan
að leysa sudoku
og lesa Hómer.

Ég datt um Illionskviðu
ofan í Pétur Gaut
í þýðingu Einars Ben.
Hún var græn og
máð á kilinum.

Áður en ég vissi af
lukust upp fyrir mér
aldir goðsagna
og skáldskapar.

Ég tók andköf,
horfðist í augu við Virgil,
Milton og Blake,
- var í félagsskap
með englum.

Er ég leit upp
var skáldagyðjan
horfin inn í tölvuna
þar sem hún
lagðist yfir fésbókina
eins og bláleit móða
úr myrkum eldum
í Vatnajökli.

Höf. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2014)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband