Hrun


Þegar botninn datt úr
samfélaginu,
fór ég að lesa ljóð.

Brodsky brosti við mér
og Akhmatova var
ýmsu vön.

Þetta er nú bara smá kreppa
sagði Marina Svetajeva.

Ég settist í hægindastólinn hennar
Akhmatovu,
þennan fjólurauða
með einungis þrem fótum,
og við töluðum
alla nóttina
um Proust og Baudelaire.

Á meðan gengi krónunnar hrundi,
uppgötvaði ég almættið
í listinni,
elti naut með Hemingway,
og horfðist í augu
við lífsháskann
með Leó í Stríð og Frið.

Við Púshkin
fórum í einvígi
og snérum aldrei
til baka
öðruvísi en
sem skáld...

og Lérmontov
stóð einmana við
fjallgarðinn í Kákasus
og óskaði okkur
góðrar ferðar...

Þið vitið að þetta
er gæfulaust líf,
sagði hann dauflega
og brosti.

En okkur Púshkin
var bara alveg sama.

Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir (2014)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband