Kvikukantata

10533165_936129796401485_6406982490582260118_o.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Seiðandi eldur logar í hrauni,
brennur iðra berg.
Steypist logafoss í straumi,
brotnar af gráum merg.

Í brennandi boga
standa gígar og loga.
Tröllastjakar,
við dyngjur og sporða,
heilt tónverk
leikið án orða.

Er líður að kveldi
hljómar kantata úr eldi.

Tónlist Jarðar,
í öllu sínu veldi.

Höfundur IEB (2014).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband