Áhrif svifryks á heilsu!

Áhrif svifryks á heilsu ráðast af stærð svifryksins. Gróft svifryk eins og jarðvegsagnir og salt eru þess eðlis að auðvelt er að hósta þeim upp. Hins vegar gildir um þær fínu agnir sem koma frá bruna (combustion) í bílum eða verksmiðjum að líkami mannsins getur ekki hóstað ögnunum upp. Fínustu agnirnar sem koma frá útblæstri bifreiða og frá verksmiðjum fara ofan í lungnablöðrurnar, leysast þar upp og fara inn í blóðið. Í svifryksögnunum er fyrst og fremst sót eða brennt kolefni. Einnig getur svifrykið verið súrt og er þá oft brennisteinn í því. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er gott að fá sót eða brennistein í blóðið.
Svíar hafa reiknað út að um 1000 manns deyi í Svíþjóð á ári hverju vegna umferðarmengunar. Þetta er þó ekki nákvæm heldur áætluð tala. Talið er að í einni meðal stórborg deyi um 800 manns á ári vegna öndunarfærasjúkdóma eða krabbameins sem rekja mætti til umferðarmengunar. Hins vegar er erfitt að sanna orsakatengslin nákvæmlega þar sem um marga umhverfisorsakaþætti getur verið að ræða. Það er þó ljóst að umferðarmengun er dauðans alvara.
Þrátt fyrir alla umræðu um svifryk má ekki gleyma þeim efnum og gastegundum sem koma með útblæstri bifreiða. Þar eru efni eins og Tólúen, Xýlen, Bensen, Formaldehýð og Polyaromatic hydrocarbons (PAH-efni). Því miður benda áreiðanlegar rannsóknir til þess að neikvæð tengsl séu á milli umferðarmengunar og heilsufars.
Rannsóknir á loftmengun flokkast undir umhverfiseðlisfræði (environmental physics).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Er þessa stundina að vinna að lokaverkefni í framleiðslutæknifræði þar sem við erum í gangi með að reisa verksmiðju sem framleiða á síur til að setja á dísilvélar hverskonar og nær alveg koma í veg fyrir útblástur agna. Þekki reyndar lítið inná efnafræðina enda aðrir í þeirri deild en skildist að milli 80 og 100.000 manns deyi árlega úr þessari mengun. Væri þetta lausn á svifryksvandamálinu eða þarf meira til?

Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.3.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Sæll Guðmundur,  Síur á dísilvélar hljómar mjög vel.  Þannig ætti að vera hægt að losna við hættulegt svifryk og PAH efni.  Eftir standa þó gastegundir eins og Tólúen, Bensen, Xýlen og Formaldehýð.  Einnig kemur svifryk frá venjulegum bílum, ekki bara díselbílum en það er gott að betri tækni er í þróun

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 10.3.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það er líklega ekki mjög hollt á sumrin að labba hring eftir hring með bensínsláttuvél í gangi fyrir framan sig ef garðbletturinn er stór.

Pétur Þorleifsson , 11.3.2007 kl. 00:20

4 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Trúlega ekki Pétur. Myndi fá mér rafmagnssláttuvél. Ingibjörg, ef þú vilt kíkja betur á þetta er heimasíða fyrirtækisins notox.com.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.3.2007 kl. 07:05

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

IEB erum við að tala um alvarlega hluti?...til dæmis fyrir minn 4 ára son?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 22:06

6 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Heiðraða Elsa.  Varðandi tólúen, xýlen og aðra slíka þá er uppspretta þeirra að stórum hluta í bensíngufunum sem við sendum út í loftið þegar við dælum á bílinn.  Ef þú ferð á bensínstöð og dælir sjálf þá geturðu séð tíbrána sem myndast þegar gasið flæðir út af bensíntanknum um leið og við dælum vökvanum á tankinn.  Þegar við dælum 40 lítrum af bensíni á tankinn ´þá sendum við jafnmarga lítra af bensíngufum út í loftið.  Með bensíngufunum eru t.d. ofantöld efni auk annarra sem hafa svipaða eðliseiginleika og bensínið og er því erfitt að aðgreina í olíuhreinsunarstöðvum.  Ef ´þau fara inn á vélina þá brenna þau þar sem þau eru ámóta eldfim og bensínið sjálft.

Sigurður Ásbjörnsson, 11.3.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband