
Það er mikill misskilningur í gangi eins og Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur bendir réttilega á þegar menn halda að hægt sé að koma alfarið í veg fyrir svifryk með því að hætta notkun nagladekkja. Sannleikurinn er sá að versta mengunin kemur frá útblæstri bifreiða. Í borgum kemur versta svifrykið frá brennslu (combustion) og iðnaðarútblæstri. Það er það sem kemur út um púströrið eða skorsteininn sem skiptir meginmáli vegna þess að þar myndast fínustu svifryksagnirnar. Í útblæstri frá bifreiðum eru auk svifryks þekkt krabbameinsvaldandi efni eins og Bensen, Tólúen, Xýlen, Formaldehýð, PAH. Frá bílum kemur einnig NOx sem hvarfast við sólarljós og myndar óson sem eyðileggur gróður og veldur ertingu í öndunarfærum. Það var nóbelsverðlaunahafinn Dr. Paul Crutzen við Max Planck stofnunina í Þýskalandi sem sýndi fram á hvaða efnahvörf eiga sér stað í umferðarþoku. Þeir sem vilja skoða nákvæmlega hvaða efnahvörf eru í gangi í umferðarmengunarþoku geta haft samband við mig (Á bókina hans Crutzen þar sem þetta er rakið). Að færa umferð í stokk færir bara mengunina til. Eina raunverulega ráðið er að hanna borgina þannig að hægt sé að draga úr bílaumferð. Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.