Í leik með börnum



Ég sé enga visku í kaldhæðni ellinnar
ekkert svar í opinni gröf
enga lausn í valdatafli
eða stanslausum kafbátahernaði.

Ég vil frekar líkjast börnum
þau eru sem Englar himinsins
þau elska með tæru hjarta
og segja sannleikann.

Það er svo margir sem vilja
líta út fyrir að eiga visku
en eiga engan kærleika
og engin svör
nema kaldhæðni og beiskju
reiði og skort á fyrirgefningu.

Ég líkist þeim ekki,
ég leik mér með börnum,
og stunda félagsskap
með englum
og ég vil frekar vera
ásökuð fyrir skort á raunsæi
en skort á kærleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband