Fésbókardraugurinn

 

Snjólfur Friđriksson var tölvunörd af Guđs náđ. Hann var bćđi á fésbókinni og á twitter og hélt uppi umfangsmikilli fréttaţjónustu. Statusarnir hans nálguđust hundrađiđ á degi hverjum og vinafjöldi hans á fésbókinni var kominn upp í 1522.

Nánast alla daga sat hann eins og límdur viđ tölvuna og starđi á blikkandi skjáinn. Fésbókin fylltist af athugasemdum um frekar einmanalegt líf hans, ţví ţótt hann ćtti 1522 vini á fésbókinni átti hann ekki nema tvo vini í raunveruleikanum, hundinn Snata og pabba sinn sem komu til hans einu sinni í viku međ fullt af mat međferđis.

Svo gerđist ţađ einn daginn ţegar Snjólfur var á fullu á fésbókinni ađ spila leiki, ađ tölvan hans opnađi skyndilega skjáinn og hreinlega át hann. Hún gleypti hann Snjólf í einum bita. Hans líkamlegu tilveru var lokiđ. Í stađinn var hann orđinn fésbókar-andi, hinn eilífi fésbókarvinur sem ráfar um netheima ađ eilífu.

Hann gat ennţá búiđ til statusa. Í stađ ţess ađ skrifa ţá á lyklaborđ, hugsađi hann ţá bara og ţeir birtust um leiđ. Hann var orđinn vélmenni – tölvumenni – fésbókardraugur.

Snjólfi fannst ţetta fyrst algjörlega ćđislegt. Hann var ekki lengur bara ađ vinna á tölvu, hann var tölvan og tölvan var hann. Hann fann rafmagniđ streyma í gegnum sig, ljóseindir, - fótónur á fullu og hann skynjađi víbrerandi strengi strengjakenningarinnar sem bjuggu innan í öllu efni og í öllum krafti.

En síđan fór Snjólfi smám saman ađ finnast ţetta dálítiđ takmörkuđ tilvera. Honum fannst ţađ dálítiđ súrt í broti ađ vera takmarkađur viđ eina tölvu. Ţannig ađ hann braut heilann um hvernig hann gćti sent sjálfan sig sem viđhengi til sjálfs netţjóns Fésbókarinnar í BNA. Ef hann kćmist inn í kjarnann gćti hann ferđast út um allan heim á vćngjum internetsins.

Ţađ tók tölvusnillinginn Snjólf einungis 10 daga ađ fatta hvernig hann gćti sent sjálfan sig sem viđhengi viđ tölvupóst til höfuđstöđva Fésbókarinnar í BNA. Hann sendi sjálfan sig inn á netţjóninn og brátt var hann kominn eins og hinn fegursti tölvuvírus inn í kjarna Fésbókarinnar. Stuttu seinna fréttist af honum í Japan ađ horfa á teiknimyndir á Youtube, og síđasti statusinn frá honum kom frá sendi í Himalayafjöllum ţar sem hann var á leiđinni međ fartölvu upp á Mt. Everest.

Snjólfur náđi semsagt toppnum, og eftir ţađ hefur hann ekki skrifađ á Fésbókina svo vitađ sé.

 

Höfundur:  Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

 

Sagan hefur áđur birst sem „gjörningur“ á Fésbókinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband