Úr ljóðabálknum Hugir manna (2014)

XXII.


Ég skrifa sixtínsku kapelluna í orðum.
byggi pýramída í þágufalli.
Hlið Jerúsalemborgar standa opin.
hann er kominn aftur.

Bjöllur hringja í fjarska,
sveitir Toscana blómstra kirsuberjum,
Madonna með barn gengur út úr
kirkju í Flórens.

Við sem reiknuðum aldrei með þessu,

við sem töldum þetta algjörlega ómögulegt,
við sem trúðum þessu aldrei í raun og veru,

horfum núna á hann
standa í biðröðinni við Péturskirkjuna
með túristabækling í hendi.

Skakki turninn í Pisa er orðinn beinn.
Sólin er farin að ganga í hringi.
Tunglið vill ekki koma upp
og stjörnurnar standa kyrrar

í lotningu og dýrð.


Páfinn í Róm liggur á bæn.
Kardínálarnir funda.
Hann er kominn aftur.

 Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband