Ort í 14 stiga frosti síðasta vetur

Veturinn 2013 til 2014 var 14 stiga frost eina nóttina á Suðurlandi. Þá varð eftirfarandi ljóð til í hugskoti mínu:

 

Frostnótt

Það litla líf sem í fangi mínu sefur.
Sá andardráttur einn sem Guð mér gefur.
Að elska litlar hendur og litla fætur
er hjúfra sig upp að móðurhjarta
í skugga nætur.

Er helblátt himinhvolfið hrímar seint um nótt
móðurhjarta verður ekki rótt
nema það geti fundið eld og yl
sem hlúir að því litla lífi
sem er til.

En ást mín er svo heit af funa
að hún þolir allt heimsins frost
og íssins bruna
í norðurheimskauts nótt
ég bý til skjól
svo hvíla megir þú og sofa rótt.

Höfundur: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband