Rigningarsumarið 2014

Síðasta sumar 2013 var einnig rigningarsumar. Þá orti ég eftirfarandi:

Vorsónata

Rigningarsumar með vætutíð
vellandi spói, lóan blíð
í vatninu silungur vakir.

Ég sit við bakkann með veiðistöng,
bjart er kvöldið og nóttin löng,
ég elska þig gróskunnar tíð.

Í skóginum allt dafnar, vex og grær,
flugur hjá blómstri fljúga nær.
Berjalyng haustsins bíður.

Er kólna tekur um rökkurstað,
berjaland vaknar um hlíð og hlað,
því sumir blómstra best, er haustar að.

Höf: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband