Ljóð eftir Brodsky (lausleg þýð. IEB)

Hinn nýi Jules Verne - fyrsti hluti. 

Hnökralaus órofin lína sjóndeildarhringsins.  Skipið klýfur öldurnar eins og vangasvipurinn á Franz List.  Það syngur í reipum.  Nakinn api stekkur æpandi út úr káetu náttúrufræðingsins.

Við skipshlið synda höfrungar.  Einungis flöskurnar á barnum þola veltinginn.  Vindurinn feykir burt innihaldi skemmtisögu og kafteinninn grípur með berum höndunum um mastrið. 

Við og við heyrast úr borðsalnum hljómar síðasta smáljóðs Brahms.  Stýrimaðurinn leikur sér með sirkilinn, íhugull út af beinni stefnu skipsins.  Og í sjónaukanum rennur víðáttan framundan saman við víðáttuna að baki. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband