6.3.2007 | 23:39
Örsaga til heiđurs Tímanum og vatninu
Ég geng ekki alltaf heil til skógar. Stundum sekk ég eins og steinn ofan í blásvart vatniđ og hvíli í vatni sársaukans sem er ţungt og djúpt eins og vitund míns sjálfs.Sársaukinn er eins og hvítur eldur sem hreinsar mig. Ég er málmur í deiglu eldsins og ég mótast í brennandi eldhafi. Ég rís upp úr sársaukanum hert í eldi og sterk eins og stál. Ég er sterk - hönd mín er sterk og ég held fast í hönd ţína.Ég ţoli minn eigin sársauka. Ég á erfiđara međ ađ ţola sársauka ţinn. Ţegar ég horfi á ţig ţjást ţá grćt ég og sný mér til veggjar til ţess ađ ţú sjáir ekki tár mín falla til jarđar. En ég er sterk. Hendi mín er mjúk og líknandi og ég strýk köldu klćđi eftir enni ţínu og ég ber vatn ađ ţurrum vörum ţínum og gef ţér ađ drekka. Kćrleikur minn til ţín er sterkur eins og logandi spjót og ég held ţér í hendi minni eins og ómálga barni.En ég hef einnig minn eiginn sársauka. Í ríki sársaukans vil ég helst vera ein og ég ligg í myrkrinu í vatninu sem er djúpt eins og vitund míns sjálfs. Ég ligg í vatni sársaukans og hvílist ţar á međan ađ skógareldarnir geysa og jörđin brennur. Ekkert er til fyrir mér nema ţessi sársauki sem umlykur mig og umvefur mig. Ég ligg í vatni sársaukans en dey ekki. Ekkert getur snert mig. Síđan líđa nokkrir dagar...Og eins og fiđrildi vakna ég til lífsins, rís upp úr vatninu og hrindi sársaukanum frá mér af ţví ađ ég er sterk eins og gyđja og djúp eins og steinn sem sekkur ofan í blásvart vatn. Og ég sefa grát ţinn og tek burt sársauka ţinn og geri hann ađ mínum sársauka sem ég ber nćst hjarta mínu djúpt inni í sálinni ţar sem enginn getur tekiđ hann frá mér.
Athugasemdir
Ótrúlega falleg lýsing á ölduróti tilfinninganna á ţví mikla umbreytingaskeiđi andstćđanna í mótun og ţroskaferli jarđlífsins og ađ horfast í augu viđ sársaukann í okkur sjálfum, viđurkenna hann sem hluta af okkur eins og öllu öđru --- ţví viđ erum jú allt sem ER. Lifđu heil!
Vilborg Eggertsdóttir, 7.3.2007 kl. 01:33
Flott prósaljóđ
Steingerđur Steinarsdóttir, 7.3.2007 kl. 10:18
Ţú ert ađ lísa mínu ţunglyndi, kćra, kćra Ingibjörg!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2007 kl. 21:30
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.