1.3.2007 | 07:25
Tæknilegar lausnir
Ýmsar tæknilegar lausnir hafa verið reyndar til þess að ná koltvíoxíði úr andrúmsloftinu. Í Noregi hafa menn breytt koltvíoxiðgasi í vökva og dælt því niður í jarðlög á hafsbotninum. Koltvíoxíð hefur einnig verið fryst og sett í ísklumpum niður á hafsbotn þar sem það leysist hægt upp í hafinu. Allar þessar lausnir eiga það sammerkt að vera mjög dýrar.
Ein spennandi lausn sem er efnafræðilega möguleg en ennþá á tilraunastigi er að dæla koltvíoxíði niður í basaltjarðlög og láta það hvarfast og mynda kalsít. Þetta verkefni er ennþá á tilraunastigi og á eftir að koma í ljós hvort þetta er mögulegt og einnig hver hagkvæmnin er.
Einfaldasta leiðin til þess að ná koltvíoxíði úr andrúmsloftinu er að græða upp landið eða planta trjám. Sum svæði henta þó varla til skógræktar á meðan önnur svæði eru afar hentug fyrir skógrækt. Í þessu sambandi verður þó að hafa í huga að það þarf ansi mörg tré til þess að vega upp á móti þeirri losun sem kemur frá mengandi iðnaði.
Ein spennandi lausn sem er efnafræðilega möguleg en ennþá á tilraunastigi er að dæla koltvíoxíði niður í basaltjarðlög og láta það hvarfast og mynda kalsít. Þetta verkefni er ennþá á tilraunastigi og á eftir að koma í ljós hvort þetta er mögulegt og einnig hver hagkvæmnin er.
Einfaldasta leiðin til þess að ná koltvíoxíði úr andrúmsloftinu er að græða upp landið eða planta trjám. Sum svæði henta þó varla til skógræktar á meðan önnur svæði eru afar hentug fyrir skógrækt. Í þessu sambandi verður þó að hafa í huga að það þarf ansi mörg tré til þess að vega upp á móti þeirri losun sem kemur frá mengandi iðnaði.
Athugasemdir
Það væri nú lag fyrir ríkisstjórnina, t.d. að binda starfsleyfi stóriðjunnar skilyrðum um landgræðslu og skógrækt. Við getum ráðið því hvaða tegundir eru ræktaðar, innlendar þar sem það á við, nytjaskógur þar sem það hentar osfrv.. Enstjórnvöld gætu líka styrkt rannsóknir nafna míns með myndarlegur fjárstyrk.
kveðja!
Sigurður G. Tómasson, 1.3.2007 kl. 19:18
Er ekki afkastameira að mylja feldspata og láta þá karboniserast með ummyndun fremur en að gróðursetja hríslur?
Sigurður Ásbjörnsson, 2.3.2007 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.