28.2.2007 | 08:58
Hvaðan kemur CO2 í andrúmsloftinu ?
Talsvert magn af koltvíoxíði í andrúmsloftinu kemur frá orkuframleiðslu, iðnaði, og flutningum. Einkum er um að ræða kolaorkuver sem eru vaxandi orkugjafi t.d. í Kína. Norður Ameríka, Evrópa og Asía losa samtals um 90% af öllum gróðurhúsalofttegundum.
Koltvíoxíð losnar einnig út í andrúmsloftið vegna breyttrar landnotkunar, einkum þegar skógar eru felldir, vegir eru byggðir eða mýrar ræstar fram. Miklu máli skiptir að gróðursetja tré til þess að binda koltvíoxíð. Ekki má þó nota þá hugsun sem afsökun fyrir því að losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Almenn landgræðsla skiptir einnig miklu máli.
En hverjir eru að valda loftslagsbreytingum? Sögulega séð voru það iðnríkin sem losuðu mest en þjóðir eins og Indverjar og Kínverjar eru nú farnir að losa talsvert magn af gróðurhúsalofttegundum. Kínverjar eiga gífurlegar kolabirgðir og þess vegna skiptir máli að þeim verði hjálpað að nota umhverfisvæna orkugjafa í stað kolaorku. Segja má í dag að kol og olía séu of ódýr vegna þess að markaðurinn tekur ekki umhverfiskostnaðinn með í reikninginn. Ef umhverfiskostnaðurinn væri reiknaður með í hagfræði heimsins þá myndu orkugjafarnir þróast fyrr í umhverfisvænar áttir. Það má þó ekki gleyma því að víðast hvar eru það orkufyrirtækin sjálf sem eru fremst í því að þróa nýja tækni sem vekur upp spurninguna: Af hverju er Landsvirkjun ekki að þróa vindorku og sjávarfallaorku ?
Koltvíoxíð losnar einnig út í andrúmsloftið vegna breyttrar landnotkunar, einkum þegar skógar eru felldir, vegir eru byggðir eða mýrar ræstar fram. Miklu máli skiptir að gróðursetja tré til þess að binda koltvíoxíð. Ekki má þó nota þá hugsun sem afsökun fyrir því að losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Almenn landgræðsla skiptir einnig miklu máli.
En hverjir eru að valda loftslagsbreytingum? Sögulega séð voru það iðnríkin sem losuðu mest en þjóðir eins og Indverjar og Kínverjar eru nú farnir að losa talsvert magn af gróðurhúsalofttegundum. Kínverjar eiga gífurlegar kolabirgðir og þess vegna skiptir máli að þeim verði hjálpað að nota umhverfisvæna orkugjafa í stað kolaorku. Segja má í dag að kol og olía séu of ódýr vegna þess að markaðurinn tekur ekki umhverfiskostnaðinn með í reikninginn. Ef umhverfiskostnaðurinn væri reiknaður með í hagfræði heimsins þá myndu orkugjafarnir þróast fyrr í umhverfisvænar áttir. Það má þó ekki gleyma því að víðast hvar eru það orkufyrirtækin sjálf sem eru fremst í því að þróa nýja tækni sem vekur upp spurninguna: Af hverju er Landsvirkjun ekki að þróa vindorku og sjávarfallaorku ?
Athugasemdir
Af hverju er Landsvirkjun ekki að því??? Góð spurning!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.2.2007 kl. 10:32
Nákvæmlega....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:17
Varðandi Landsvirkjun þá er eðlilegt að hún leiti ódýrustu leiða fyrst. Frá umhverfissjónarmiðum heimsins er orka á Íslandi mikilvæg. Því hefur verið haldið fram að réttlætanlegt sé að Íslendingar mengi meira og meira af því að hagkvæmara er að menga svolítið hér heldur en miklu meira annars staðar við framleiðslu á áli. Það sem okkur er ekki kynnt - er það hvort sömu orku má nota með e.t.v. meiri árangri í aðra umhverfisvæna framleiðslu. Ég geri t.d. ráð fyrir að við framleiðslu á Bio-disel þurfi orku. Það eru spádómar vísindatímarita um það að í nánustu framtíð megi dæla CO2 niður í jörðina þar sem það bindst ákveðnum steintegundum varanlega og kemur ekki aftur upp. Slíkt er ekki mögulegt nema framleiðandi CO2 sé fastur á ákveðnum stað svo sem í kolaorkuverum og því hugsanlegt að mengunarrök okkar við framleiðslu á áli hverfi fljótlega.
Fyrir okkur sem ekki eru menntuð í umhverfismálum þá eru margar spurningar og erfitt að meta hvort stjórnvöld eru á réttri leið.
Jón Sigurgeirsson , 1.3.2007 kl. 01:43
"Ekki má þó nota þá hugsun sem afsökun fyrir því að losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda." Það er einmitt þannig sem það er að verða. Talsmenn stóriðjuvirkjana og skógræktar eru komnir í sæng saman. Til að binda koltvíoxíðið sem losnar frá álverinu fyrir austan þarf að rækta skóg á um einu prósenti af landinu þ.e. 1030 ferkílómetrum. Það er soldið mikið. Þótt skógrækt geti haft mikil áhrif á landslag hefur hún aldrei farið í umhverfismat. Ég held við ættum að athuga þetta betur og fara varlega.
Pétur Þorleifsson , 1.3.2007 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.