Frábær heimsóknaþjónusta!

elderly peopleÞað eru því miður alltof margir sem eru einmana og afskiptir í okkar ríka nútímaþjóðfélagi.  Samskiptin á milli kynslóðanna eru of lítil og margir aldraðir og fatlaðir upplifa einangrun jafnvel þótt að þeir búi kannski við ágætan efnahag.  Þess vegna langar mig að benda á frábært starf heimsóknavina Rauða Kross Íslands sem heimsækja einmana fólk, hella upp á kaffi,  spjalla, fara í gönguferðir og lesa fyrir þá sem ekki geta lesið sjálfir. 

Það er afskaplega gefandi og gott starf að vera heimsóknarvinur enda er maður manns gaman.  Ég vil því hvetja sem flesta til þess að taka þátt í gefandi sjálfboðastarfi og heimsækja þá sem eru einmana og komast lítið út.  Við skulum ekki gleyma því í þessu sambandi að félagslegi þátturinn er oft mikilvægari en efnahagslegi þátturinn.  Samverustundir eru dýrmætari en peningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góður punktur hjá þér frænka!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.2.2007 kl. 16:17

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hVAR ER ÞESSI ÞJÓNUSTA?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.2.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband