Áfallahjálp!

Nokkrum bloggvinum mínum hefur brugðið svo mikið að frétta að ég sé í VG að þeir verða lengi að jafna sig. Svona er lífið... fullt af áföllum. En ég er nú bara óbreyttur félagi í VG og það stendur ekki til að fara í framboð þrátt fyrir ótvíræða hæfileika mína á stjórnmálasviðinu.
Aftur á móti er ég að fara að flytja til Selfoss þar sem ég mun vinna í umhverfissprotafyrirtæki auk þess sem ég stunda þýðingar af miklum móð. Selfoss here I come. Aumingja Selfyssingar - þeir vita ekki hvað þeir eru að fá yfir sig.
Ræddi við manninn minn áðan. Spurði hann varfærnislega hvort að ég talaði of mikið. Auðvitað átti hann að segja NEI en hann hló bara og sagði JAAA.....stundum þarftu að tala ansi mikið.... þannig að nú hef ég áhyggjur. Blogga ég kannski of mikið líka ? Á ég kannski að taka mér pásu og fara á Heilsuhælið í Hveragerði ??? Eða á Kyrrðardaga í Skálholti ? Framhaldið kemur í ljós... fylgist með í næsta þætti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á meðan þú hefur svo margt gott að segja er enginn ástæða til að hafa áhyggur af of mikilli tjáningu  Held samt að Kyrrðardagar í Skálholti séu ekki slæm upplifun. Væri alveg til í að prófa það einhverntíman. Gangi þér sem allra best að undirbúa flutninga. Selfyssingar eru heppnir að fá þig í hópinn.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Guðríður Arnardóttir

Elsa mín, komdu bara til okkar í Samfó, þú er svo skynsöm að ég veit að þér hugnast umhverfisstefnan okkar.  Þú munt hitta fyrir marga af gömlu skólafélögum þínum, bæði virka og óvirka í flokknum, allt góðir og gegnir jafnaðarmenn og umhverfissinnar.

Guðríður Arnardóttir, 26.2.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Þakka gott boð en held mig við róttæka stefnu VG.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 26.2.2007 kl. 23:47

4 identicon

Inga mín! Virkilega gott að vera á Selfossi fyrir VG bara leggja bensínháknum og labba eða hjóla, allt flatt, ekkert mál

Karlotta Sigríður (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:12

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.3.2007 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband