Af hverju risaeðlurnar átu ekki gras!

Trex1Það er auðvelt að fara með gröfu yfir hraun og gróðurlendi. Þá vill gleymast að grös hafa ekki alltaf verið til á jörðinni. Nei aldeilis ekki. Grasið er tiltölulega nýtt fyrirbæri í jarðsögunni. Grösin komu fram á Eósen tímabilinu sem hófst fyrir um 55,8 milljónum ára. Á meðan að risaeðlurnar gengu um meginlöndin voru engin grös til, einungis elftingar og tré. Allar risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára (nema þær sem urðu síðar að fuglum). Þannig að risaeðlurnar dóu út um 10 milljón árum áður en grösin komu fram á sjónarsviðið. Þess vegna átu risaeðlurnar ekki grös! Þar sem grasið er einungis um 55,8 milljón ára gamalt og jörðin 4600 milljón ára gömul sést að gras er tiltölulega nýtt fyrirbæri. Það tekur þúsundir ára fyrir íslensk hraun að gróa upp en það tekur aðeins örfáar mínútur að eyðileggja stórar hraunbreiður. Við skulum því bera virðingu fyrir náttúrunni sem hefur þróast óháð manninum í 4600 milljónir ára.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Grösin eru sérhönnuð til beitar. Þau framleiða ekki eiturefni og eru ekki með varnarbúnað gegn beit. Vaxtarpunktur þeirra er niður við jörð, en ofar hjá flestum öðrum plöntum, það er þeirra vörn við beit. Þau eru næringarrík. Grösin eru þannig grundvöllur fyrir grasbítana.

Valgeir Bjarnason, 23.2.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ingibjörg, þu ert frábær

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.2.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Good things dont come easy

Sigurður Ásbjörnsson, 24.2.2007 kl. 21:41

4 Smámynd: Vaff

Skemmtilegt og fróðlegt efni á síðunni þinni.

Vaff, 25.2.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband