
Nýleg rannsókn bendir til þess að berklabakterían Mycobacterium tuberculosis eigi rætur sínar að rekja til Indlands. Elsta form bakeríunnar er útbreitt á Indlandi sem bendir til að ný afbrigði hafi þróast þar og breiðst til annarra landa. Indverjar geta þannig verið ónæmari fyrir berklum en margar aðrar þjóðir þar sem þeir hafa búið í nábýli við þessa bakteríu í þúsundir ára. Hins vegar eru nýjar tegundir af berklabakteríunni að koma fram eins og Beijing afbrigðið og eru Indverjar illa tilbúnir til þess að takast á við þessar nýju tegundir. Þeir sem þjást af AIDS eru sérstaklega viðkvæmir fyrir berklum en einnig skiptir hreinlæti og allur aðbúnaður miklu máli. Þrátt fyrir að lyf við berklum séu til í dag er mikilvægt að koma eins mikið í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar og mögulegt er. Heimild: New Scientist, Janúar 2007.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.