20.2.2007 | 19:23
Björgum Heilsuverndarstöðinni!
Heilsuverndarstöðin var byggð sérstaklega til þess að þjóna heilsugæslunni í Reykjavík og var afi minn Dr. Sigurður Sigurðsson, landlæknir einn aðalhvatamaðurinn að byggingu hennar. Markmið hans og annarra af hans kynslóð var að byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi í landinu og styrkja heilsuvernd borgarbúa. Á svipuðum tíma var Borgarspitalinn einnig byggður. Nú er mér hins vegar alvarlega misboðið þegar í ljós kemur að breyta á Heilsuverndarstöðinni í hótel og grafa alla lóðina sundur og saman. Það var aldrei markmið afa míns að þetta hús yrði notað í annað en heilsugæslu. Ég vil því hvetja Heilbrigðisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Húsafriðunarnefnd til þess að sýna myndarskap, kaupa húsið aftur og bjarga því frá grimmum örlögum. Við skulum bjarga Heilsuverndarstöðinni!
Athugasemdir
Það eru peningarnir sem ráða hér sem annars staðar. Og hver skyldi vera þessi kaupandi sem getur fengið þetta af sér. Eftir nokkur ár verður bæði lóðin og húsið óþekkjanlegt. Allt hefur þetta verið óbreytt frá 1957 og orðið klassíkst.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.2.2007 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.