18.2.2007 | 10:34
Hægri öfgamenn.
Einu sinni las ég bók eftir afar hægrisinnaðan stjórnmálafræðing, Wildavsky að nafni, sem hélt því fram að súrt regn væri ekki til. Á sama tíma hafði ég verið að mæla sýrustigið í súrum vötnum í Svíþjóð og í sýrustigið í vötnunum og í rigningunni reyndist vera um pH 4,4. Wildavsky var semsagt að ljúga blákalt að lesendum sínum og það merkilega var að bók hans var gefin út af Harvard háskóla.
Því miður eru til hægri öfgamenn á Íslandi sem halda fram svipuðu bulli og Wildavsky. Lesa má skrif nokkurra þeirra á Vef - Þjóðviljanum svokallaða. Það er sorglegt að sjá umræðu þeirra vegna þess að hún byggir einvörðungu á þröngsýnum pólitískum skoðunum, en ekki á niðurstöðum raunvísindanna.
Sem vísindamaður verð ég að mótmæla því að stjórnmálamenn, alveg sama í hvaða flokki þeir eru, hundsi margra ára rannsóknir og niðurstöður raunvísindamanna um allan heim. Þeir sem halda því fram að súrt regn sé ekki til, eða að súrt regn myndist ekki frá álverum eiga ekki annað skilið en að hljóta skömm fyrir.
Á meðan menn rífast um pólitík á netinu heldur náttúran áfram að eyðileggjast, regnskógarnir eyðast o.s.frv. Við megum ekki gera umhverfismálin svo pólitísk að þau stjórnist ekki lengur af staðreyndum.
Athugasemdir
Þið Ómar eigið þakkir skilið fyrir væntumþykju á náttúrunni.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.2.2007 kl. 10:58
Áætlaður útblástur brennisteinsdíoxíðs frá stækkaðri Straumsvíkurverksmiðju hefur verið 7 til 8000 tonn á ári. Frá Hellisheiðarvirkjun er búist við 11.000 tonnum af brennisteinsvetni eins og frá Nesjavallavirkjun. Þetta hefur áhrif á loftgæði en mér skilst að jarðvegur á Íslandi þoli súrt regn betur því hann sé basískur. Þá minni skaði fyrir vötn og vatnsból ?
Pétur Þorleifsson , 18.2.2007 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.