12.2.2007 | 16:41
Framtíð Íslands liggur í sprotafyrirtækjum!
Framtíð Íslands liggur ekki í álverum, heldur í fjölmörgum sprotafyrirtækjum sem þurfa að fá meira áhættufjármagn til þess að þau geti haldið velli. Sprotafyrirtækin byggja á menntun Íslendinga öfugt við álverin sem byggja á innfluttu erlendu vinnuafli. Enn hefur ekki tekist að manna álverið við Reyðarfjörð og munu sennilega innfluttir verkamenn skipa þar stóran sess.
Íslendingar eru duglegir að stofna fyrirtæki, þeir vilja taka áhættu, vinna sjálfstætt og nota menntun sína og þekkingu. Við skulum leyfa þeim það, en til þess þarf að setja áhættufjármagn í sprotana. En viti menn. Hefur ekki ríkisstjórnin verið treg við að auka framlög til rannsókna og þróunarstarfs ? Ríkisstofnanir sem eiga að styðja rannsóknir í landinu fá ekki nægilegt fjármagn til þess að halda starfsemi sinni gangandi. Það þarf að styðja við bakið á rannsóknum og þróunarstarfsemi. Hún vex ekki bara af sjálfu sér.
Ég tala af reynslu af því að ég er einmitt þessa dagana að stofna fyrirtæki sem byggir á þekkingu og áratuga reynslu. Ég reikna með að vinna sjálfstætt það sem eftir er ævinnar og njóta þess að auka hagvöxtinn í þjóðfélaginu. Ekki hef ég áhuga á því að vinna í álveri.
Íslendingar eru duglegir að stofna fyrirtæki, þeir vilja taka áhættu, vinna sjálfstætt og nota menntun sína og þekkingu. Við skulum leyfa þeim það, en til þess þarf að setja áhættufjármagn í sprotana. En viti menn. Hefur ekki ríkisstjórnin verið treg við að auka framlög til rannsókna og þróunarstarfs ? Ríkisstofnanir sem eiga að styðja rannsóknir í landinu fá ekki nægilegt fjármagn til þess að halda starfsemi sinni gangandi. Það þarf að styðja við bakið á rannsóknum og þróunarstarfsemi. Hún vex ekki bara af sjálfu sér.
Ég tala af reynslu af því að ég er einmitt þessa dagana að stofna fyrirtæki sem byggir á þekkingu og áratuga reynslu. Ég reikna með að vinna sjálfstætt það sem eftir er ævinnar og njóta þess að auka hagvöxtinn í þjóðfélaginu. Ekki hef ég áhuga á því að vinna í álveri.
Athugasemdir
Halló Ingibjörg!!! Hvaða fyrirtæki? En spennandi!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2007 kl. 18:49
Gangi þér vel í fyrirtækjarekstrinum; hvað heitir fyrirtækið (spyr eins og síðasti kommentari)?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.2.2007 kl. 22:31
Já ég vil líka fá að heyra meira
Svava S. Steinars, 14.2.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.