Seljum Landsvirkjun til Indlands!

india_mapÁ Indlandi er mikill orkuskortur og stór hluti landsmanna hefur ekki aðgang að rafmagni. Hins vegar eru mjög miklir möguleikar í vatnsorku á Indlandi og stutt til Ástralíu þar sem hægt er að ná í báxít. Það gefur því auga leið að Indland, sem ekki má rugla saman við Ísland, er rétti staðurinn til þess að byggja vatnsaflsvirkjanir og álver. Nú er Alþjóðabankinn að fara af stað að styrkja vatnsaflsvirkjanir á Indlandi. Það er því alveg kjörið fyrir ríkið að losa sig nú endanlega við Landvirkjun og selja hana bara úr landi þ.e. til Indlands þar sem virkjanaæðið verður í algleymingi næstu árin. Indverjar geta bjargað heiminum með því að fórna sínum vatnsföllum. Þeir eru líka miklu nær báxítnámunum heldur en við. Og nóg af skítódýru vinnuafli. Við skulum því selja Landsvirkjun strax til Indlands og kannski nokkrar verkfræðistofur í leiðinni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta ómögulegu mynd af Indlandi. Það er bara sjór þar sem Sri Lanka er  Spennt að heyra meira um fyrirtækið.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

"Indverjar geta bjargað heiminum með því að fórna sínum vatnsföllum."  Þú ert þó ekki að grínast eins og ég um Venesúelabúa hér ?  Ómar segir að öll vatnsorka heimsins myndi aðeins duga til að anna 6 % af orkuþörfinni.  Ættum að reyna að draga úr notkun áls, hætta að bruðla með málminn þann. Nógu miklum náttúruspjöllum veldur framleiðsla hans. 

Narmada virkjun á Indlandi hefur verið í umræðunni.  

Eru kjarnasamrunaorkuver nokkuð á leiðinni eða hentugri sólarorkuver ?

Pétur Þorleifsson , 12.2.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband