7.2.2007 | 23:59
Hvað eru virkar vetrarbrautir ?
Virkar vetrarbrautir hafa risastórt svarthol í miðjunni eða svo er a.m.k. talið. Svarthol þeirra er ennþá virkt þannig að efni og stjörnur falla í sífellu inn í svartholið. Við þetta myndast mikið af ljósi og annarri geislun. Fjórar tegundir af virkum vetrarbrautum eru til: Útvarpsvetrarbrautir sem senda frá sér útvarpsbylgjur, Seyfert vetrarbrautir, kvasarar sem virðast vera stjörnur en eru í raun mjög fjarlægar og gífurlega bjartar, virkar vetrarbrautir og blazarar. Spurningin vaknar hvort að svartholið í miðju okkar eigin vetrarbrautar er virkt en við því kunna vísindin ekki endanlegt svar. Þó virðist virkni okkar svarthols allavegana ekki vera mjög mikil enda væri geislun frá miðju vetrarbrautarinnar okkar þá meiri.
Athugasemdir
Vona amk að okkar svarthol haldi sig á mottunni og sogi ekki aumar blágrænar plánetur til sín
Svava S. Steinars, 9.2.2007 kl. 01:13
Takk fyrir skemmtilegt blogg. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á himingeimnum og ýmsu þar að lútandi, en hef ekki ræktað þetta áhugamál árum saman. Les skrif þín af áfergju...!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.