Hollenskar pönnukökur

Mér finnst allir svo svangir hérna á blogginu þannig að hér kemur uppskrift að hinum einu sönnu hollensku pönnukökum. Eins og allir vita eru Hollendingar vitlausir í pönnukökur enda eru þær ljúffengar og hér kemur uppskriftin:

PANNEKOEKEN

1 bolli eða 200 gr. hveiti
hálf teskeið lyftiduft
pínulítið salt

þessu hrært saman og örlítið af vatni úr krananum sett út í og hrært þykkt deig (ath. ekki of mikið vatn).

Síðan eru sett út í deigið 2 egg.

Venjuleg panna (ekki pönnukökupanna) er hituð upp og á hana sett smjör. Deigsletta er sett á pönnuna.
Síðan tekur maður grófan sykur (granulated sugar) og stráir yfir þá hlið pönnukökunnar sem á eftir að baka.
Pönnukökunni snúið við og það myndast þessi fína karamella.

Best að hafa með ekta hlynsíróp. Einnig hægt að nota skorin epli í staðinn fyrir sykur.

NJÓTIÐ VEL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Mmmm, ég get staðfest það, enda hef ég bragðað þær sjálf, bakaðar af Ingibjörgu sjálfri.  Algert lostæti

Svava S. Steinars, 5.2.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband