Loftslag en ekki veður!

Ný skýrsla nefndar Sameinuðu Þjóðanna um Loftslagsbreytingar mun segja svo ekki verður um villst að loftslag jarðarinnar sé að hlýna. Yfirgnæfandi líkur verða á því að breytingarnar séu af mannavöldum. Þessi niðurstaða staðfestir það sem vísindamenn hafa verið að segja undanfarin 15 ár. Hlýnun loftslags fylgir síðan bráðnun jökla, hækkun sjávarborðs og hugsanlega dýpri lægðir og fellibyljir. Margir hafa tilhneigingu til þess að rugla saman veðri frá degi til dags og loftslagi sem er langtímajafnvægisástand andrúmsloftsins. Það getur verið að janúar hafi verið kaldur mánuður, og það getur ennþá snjóað en það breytir því ekki að loftslagið, - okkar fræga úthafsloftslag er að taka breytingum. Veðrið sveiflast frá degi til dags en loftslagið á ekki að sveiflast eins mikið. Nú er hins vegar hætta á því að sveiflur verði í loftslaginu og það eru ekki góðar fréttir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Það efast enginn um að loftslag fer hlýnandi. En það sem er stóra spurningin, hvað veldur.

Ég stór efa það að 0.038% af jarðlægum lofttegundum (kolsýringi og metani) hafi áhrif.

Leifur Þorsteinsson, 4.2.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband