Konur í raunvísindum.

Konur sækja nú inn í háskólana sem aldrei fyrr. Samkvæmt nýrri skýrslu OECD - women in science - unleashing the potential virðast þær samt sækja mest í greinar þar sem mikið er af konum fyrir svosem líffræði, lyfjafræði og sálfræði. Aðeins örfáar konur fara í hörð raunvísindi eins og eðlisfræði eða stærðfræði. Þrátt fyrir að konur séu nálægt helmingi stúdenta eru þær einungis um 25 - 30% þeirra sem síðan koma til með að vinna við rannsóknir. Konur fara fyrst og fremst í kennslu og þær fá lægri akademískar stöður en karlmenn. Þegar komið er upp á toppinn í akademíunni eru konur í allri Evrópu og á Norðurlöndunum einungis 20%. Ástæðan fyrir þessu er glerþak sem fáir virðast efast um að sé til, en það er samt flókið að útskýra það. Margir háskólar hafa reynt að koma til móts við konur og sett sér jafnréttisstefnu en samt komast konur ekki áfram á sama hátt eins og karlmenn. Spurningin hlýtur að vakna: "Er akademían ekki fyrst og fremst heimur karlmanna ?"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband