Að hafa skoðun

Að hafa skoðun þykir sjálfsagt í lýðræðisþjóðfélagi en er þó engan veginn sjálfsagt. Víða um veröld er fólk handtekið og því refsað vegna skoðanna sinna eins og Amnesty International hefur bent á. Mannréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Þau eru eitthvað sem þarf að berjast fyrir í sífellu. Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf dáðst að fólki sem þorir að hafa sjálfstæðar skoðanir. Þannig var ég hrifin af Sakharov og Solsjenitsyn á sínum tíma og ég hef alltaf litið upp til Noam Chomsky. Það fylgja því hins vegar fórnir að hafa sjálfstæðar skoðanir. Bæði þeir sem hafa skoðanir svo og fjölskyldur þeirra og vinir geta orðið fyrir aðkasti ýmiss konar. Ég þekki menn sem hafa fengið ofbeldishótanir af því einu að þeir voru á móti virkjunum í heimabyggð. Hetjuskapur þeirra sem þora að hafa sjálfstæðar skoðanir getur haft slæm áhrif á fjölskyldur. "Af hverju þarft þú endilega að vera hetja" getur einhver frænka eða frændi spurt. "Heldurðu virkilega að akkúrat þú getir breytt heiminum ?" Við þeirri spurningu er aðeins eitt svar: Þögn er sama og samþykki. Með því að þegja samþykkjum við ríkjandi ástand veraldarinnar. Í Þýskalandi nasismans þögðu margir og leyfðu þannig heiminum að þróast í vitlausa átt. Í lýðræðisþjóðfélagi hlýtur að vera æskilegt að sem flestir segi skoðun sína. Við skulum því tjá okkur og halda áfram að blogga!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Heyr! Heyr!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.1.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband